Tuesday, July 6, 2010

Taktu mig - Éttu mig

Ég heyrði auglýsingu frá Aktu -Taktu í útvarpinu áðan og þá rifjaðist upp fyrir mér dálítið skemmtilegt...

Langamma sona minna var eitt sinn að passa 8 ára dótturdóttur sína yfir helgi og mamma hennar bað mig að skutla til hennar tösku sem gleymst hafði heima. Þegar ég kom með töskuna fékk ég að heyra um ævintýri dagsins yfir kaffibolla. Þær höfðu m.a. gengið niður Laugarveginn og niður að tjörn, þar sem þær gáfu öndunum brauð, og svo alla leiðina heim aftur.

"Það var mjög gaman hjá okkur," sagði gamla konan brosandi. "En þegar við komum heim vorum svo hræðilega þreyttar að við nenntum ekki að elda kvöldmat. Við keyptum okkur þess vegna bara hamborgara hérna úti í Taktu mig - éttu mig."

Einhvern veginn tókst mér að halda niðri í mér hlátrinum á meðan ég kvaddi þá gömlu, en um leið og ég var komin inn í bíl sprakk ég úr hlátri.

Síðan þá hafa
Aktu - Taktu sjoppurnar aldrei verið kallaðar neitt annað í minni fjölskyldu en Taktu mig - Éttu mig.

1 comment:

  1. Hello Gudrun! I've been looking for you on facebook but can't find you.... you can message me on myspace; www.myspace.com/yves_et_kim

    or at my email, which you have; kim_hassler@yahoo.com

    How are you and family ? Hugs

    ReplyDelete